Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, maí 22, 2008

Yes, ég er aftur komin með rokkaramaga, sem þýðir að maður er ekki krankí og í brjáluðu skapi og meikar alveg stundum að láta líða marga marga klukkutíma á milli þess sem maður borðar. Ekki misskilja, ég borða hollt og ELSKA að borða góðan mat, en með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis, miklu labbi undanfarið, og tedrykkju í stað kaffidrykkju, hefur eitthvað (gott) gerst. Ég þarf ekki að vera sífellt að úða í mig einhverju, bara einhverju. Borðaði tildæmis ekkert frá ca. 9.00 til 14.30 í gær og svo aftur ekkert milli 14.30 og 19.30. Tek fram að morgunmaturinn samanstóð af grænmetisdrykk og tveimur bönönum ásamt krús af grænu tei. Síðbúni hádegismaturinn var kínverskur núðluréttur með grænmeti og terryaki-sósu sem Elvar galdraði fram úr erminni. Þetta var bara svona hollt og gott að mér leið vel allan daginn. Rústaði því svo með því að fá mér Roastbeef-samloku og kókómjólk í kvöldmat, og eina sardínuítómatsósu-dós í náttverð þegar ég kom heim til mín klukkan 0100. John Fogerty er kominn í guðatölu hjá mér. Hvílík orka hjá manninum. 2 tímar og engin pása, bara nonstop rokk og ról. Og bara endalaust skemmtileg lög. Good shit!

Engin ummæli: