Leita í þessu bloggi

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Skólinn minn er byrjaður, fyrsta vikan búin. Fór beint úr skólanum upp í borgarfjörð og sat þar og hlustaði á heilagan sannleika og heilbrigða skynsemi sem var afskaplega hollt að heyra, en ég var þó nær dauða en lífi af þreytu sökum vikunnar. Svaf að meðaltali um 5 tíma á nóttu sem er allavega 3 tímum of lítið, og stefni ég því að því að næsta vika verði með í rúmið klukkan 11-reglu. Gat lagt mig yfir daginn um eftirmiðdag/snemmkvöld laugardags sirka frá hálf-fimm til sjö og það var góður blundur. Annað sem ég hef gert um helgina: farið í bað, tekið upp lag, spilað á gítar, lesið pólitík, skoðað pin-hole myndavélina sem ég er að fara að setja saman, heimsótt fólk, og verið búin á því. Afþakkaði m.a.s. 30ára-afmælisveislu sem mér var boðið í (sorrý einar) því ég bara gat ekki farið út úr húsi eftir að ég var komin í hús, ég bara lamaðist í sófanum. gott að hlusta á líkamann, það gerir gæfumuninn. svo dreymdi mig að bæði pabbi og tengdapabbi væru ófrískir, komnir alveg á steypinn og voru svo spenntir að fara að eiga barn. Hvað þýðir það?

Engin ummæli: