Leita í þessu bloggi

laugardagur, október 04, 2008

Erum á Snæfellsnesi í orkusöfnun. Komin með slatta, enda bæði búin að fara út í göngutúr klukkan 09.00 í morgun, og prufa ölkelduvatnssundlaugina á Lýsuhóli. Er búin að vera á leiðinni að prufa hana síðan sirka 1987. Varð bara alls ekki fyrir vonbrigðum. Það er reyndar aðeins minna gos í vatninu en ég hafði ímyndað mér, en samt bragðaðist vatnið eins og heitt sódavatn og maður fann smá svona kitl á húðinni. Synti helling og það var ævintýralega fallegt ofaní lauginni. Hefði viljað hafa þarna vatnsmyndavél, því ofaní voru grænir brúnir og svartir litir, og svo komu sólargeislarnir niður í vatn. Útkoman varð mjög draugalegt og gothic eitthvað. Verulega kúl lúkking. Taka upp myndband þarna ofaní, það er málið. Drífa sig í því áður enn allt er renóverað eins og virðist gerast nær alltaf þegar maður hefur fundið eitthvað svona gamalt og gott. Tók fullt af svarthvítum myndum á filmuvélina, svakalega spennandi að sjá hvernig þær koma út. Er að fara að elda, svo fæ ég mér eflaust ölsopa og áframhaldandi spjall við Kela og Elvar í kvöld. Við spjölluðum til 3 í nótt, um tónlist, sköpunargáfu, neista innaní fólki, vinnustofur versus hugmyndaflug og margt margt fleirra. Langaholt er æææææææðislegt gistiheimili, mæli með því fyrir alla. Reyndar ekki opið á veturna nema fyrir 10 manns í einu, en bara skella sér næsta sumar. Útlönd hvað? Snæfellsnes og jökull og ölkeldusund og afslöppun. Ég segi nú bara eins og Væla Veinólínó: Ha, Ha, ég hlæ!

Engin ummæli: