Leita í þessu bloggi
föstudagur, nóvember 07, 2008
jæja, þá er komin helgi og ég reyni að gera tilraun til að hafa tíma til að athuga hvort ég geti ekki reynt að gera tilraun til að hafa tíma til að blogga. er það að takast? já auðvitað er það að takast, ég er að blogga er það ekki? ég vona það allavega annars veit ég ekkert hvað ég er að gera núna. kemst því miður ekki í mótmæli á morgun, er að spila á Eyrarbakka með þjóðfræðingnum Kristínu Einarsdóttur. ég verð í anda á mótmælum og vona að það verði troðið. já troðfullur austurvöllur af reiðu og öskrandi fólki sem heimtar að kosið verði upp á nýtt er of stór og áberandi til að fjölmiðrar geti gert lítið úr þessu og davíð oddson brosað og flissað. við verðum bara að láta í okkur heyra. ef það koma margir er líka svo gaman. þá kemst fólk kannski á bragðið og fer að heimta að mótmæla oftar í viku. hvernig væri að taka upp þann góða og gilda sið "mánudagsmótmæli" sem var við líði á alexanderplatz í berlín? hvern einasta mánudag kom fólk saman og mótmælti. það var alltaf eitthvað sem einhverjum mislíkaði. svo bara var hægt að skrá sig og sín mótmæli fram í tímann og svo var auglýst á netinu og manna á milli. prentaðir dreifimiðar og slíkt. alltaf troðið. ótrúlega skilvirkt kerfi. og ef maður segir ekki þegar manni mislíkar eitthvað þá sjá þeir sem eru að gera það enga ástæðu til að hætta. ég meina, ef mér finnst ótrúlega gaman að kitla þig, þá hætti ég ekkert fyrr en þú segir: ,,hættu ég vil ekki meir", og þá hætti ég náttúrulega undir eins. jafnvel þótt ég sjái að þú sér hlæjandi. en þú mótmæltir og ég hætti. svona á þetta að vera...er það ekki?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli