Leita í þessu bloggi

mánudagur, desember 15, 2008

...og kominn þessi líka fíni mánudagur. Ég fór extra snemma að sofa í gærkvöld, og vaknaði því hress og kát. Það eru 5 dagar eftir þar til ég fer í jólafrí, 5 skemmtilegir dagar af góða og frábæra skólanum mínum. Held að það verði blekmódelteikningar á matseðlinum út vikuna. Á föstudag næsta er svo jólahátíð hjá Óliver og mér skilst að hann ætli að spila á blokkflautu, en annars vitum við minnst um það, þetta er allt svaka leyndó og gaman. Hellvar er að spila á miðvikudag 17.12.08 í tískubúð á laugavegi (í gamla Liverpúl-dótaverslunarhúsnæðinu) klukkan hálf-sex. Svo er Hellvar að spila ásamt Dýrðinni, Nóru og The Way down á Grandrokki á fimmtudagskvöldið 18.12.08 og opnar þar klukkan átta um kvöld. Ég og Guffi með styrkri hendi Elvars erum svo búin að ljúka upptökum á laginu "Kertaljós á jólanátt" sem er jólalag, og verður dreift í vikunni (í brennslu í stúdíó Kanavöllur, Skógarbraut 926 akkúrat núna). Ég er búin að lesa mikið í veikindum, m.a. Alkasamfélagið eftir Orra Harðar (frábær!), Eineigða Kisa-nýjustu bókina eftir Hugleik (æðisleg!!!) og Hugarfjötur Paulo Coelho (stórbrotin!!!). Hvernig hafið þið það annars?
P.S. Hvað er heimilisfangið þitt, Sif, er með lítið umslag með glaðningi sem þarf að senda á þig sem fyrst.

Engin ummæli: