Leita í þessu bloggi

mánudagur, desember 08, 2008

ég er að drepast í maganum í fjárans magakveisueitthvað. það hefur gert það að verkum að ég svaf ekkert í nótt fyrr en fimm og vaknaði svo enn að drepast um hádegi. plön mín um að mótmæla við seðlabankann í morgunn urðu því að engu...en þessi magi er ekki að hegða sér eins og ég vildi að hann gerði. ef ég er enn að drepast klukkan seint í kvöld fer ég til læknis á morgun. það borgar sig sko ekki í kreppu að hoppa að niðurstöðum þegar læknisþjónusta er svo dýr. þetta er eflaust bara ávextirnir sem voru gamlir sem ég át með bestu list í gær,og mikið af þeim, eða kjúllinn sem ég fékk á ónefndum skyndibitastað í rvk á laugardag....annað kemur víst ekki til greina sem ég hef borðað og ekki elvar. elvar kennir sér ekki meins í maga og nýtur þess nú að vera kominn í viku frí frá vinnu eftir að hafa unnið upp á nær hvern einasta dag lengi lengi lengi.

Engin ummæli: