Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, janúar 07, 2009
Það er glæpur (gegn ríkinu?...hehehe) að vakna klukkan sex á morgnanna þegar ljósmagn er svona lítið. Enda er ég farin að sofa um níu-leytið á kvöldin bara til að fá mína 9 tíma sem er æskilegt því annars er ég svo mygluð á morgnanna að ég tel mér trú um að ég verði að sofa lengur. Svo vakna ég í panikki klukkan átta...og neyðist til að keyra í bæinn. En nei, í gær sofnaði ég 9, vaknaði áðan klukkan 6. Gramsaði í spólusafninu mínu og fann nokkrar, er með þær með mér ásamt vasadiskói og 5 evru heddfónunum úr Saturn í Berlín. Valdi Stranglers, SH-draum, Bob Dylan, eitthverja Búlgarska blásara-geðveiki, Siouxie og Joy Division. Svona þverskurður af því sem ég hef hlustað á á kasettum í gegn um tíðina. Nú þarf ég að plata líkamann til að langa í eitthvað að snæða á miðri nóttu, og svo er ég bara good to go að rölta af stað í rútu með vasadiskóið mitt. Já, stundum þarf ansi lítið til að gleðja mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli