Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, mars 05, 2009

í gær ryksaug ég bílinn og kannski næ ég að þrífa með sápuvatni innan úr honum í dag. það er bara fjandanum kaldara (eða var allavega klukkan átta í morgun þegar ég keyrði óliver í skólann). mælirinn sýndi 8 gráðu frost og það er slatti, með smá vindi. Bíllinn er þó á réttri leið og það er svaka fínt. ég er líka á réttri leið og batavegi, þótt ég finni enn smá til í hálsi og sé með snert af slími í nefi. að líkamlegri heilsu frátallinni er ég bara í glimrandi stuði og nokkuð spennt fyrir því að það sé að koma vor bráðum. sit ég hér og drekk grænt oolong og fer að koma mér í bæinn á eftir. á að mæta á einn stað klukkan fjegur, en þarf að henda dóti í endurvinnslu og fara í gufubað og skipta einu í einni búð, helst að koma aðeins við á skrst. en það gæti þó verið í lagi að gera það bara á morgun, sérstaklega ef ég geri allt hitt stöffið í dag. svaf af mér jóga í morgun (sofnaði aftur eftir óliversskutl og fréttablaðslestur) og er bara að spá í að gera nokkrar sólarhyllingar og axlarstöðu hérna á eftir, áður en ég keyri brautina. í kvöld ætla ég vitanlega að sjá gunna rifja upp pönkið á nýló.

Engin ummæli: