Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, mars 03, 2009

Morgunbréf. Það er þriðjudagsmorgunn, einn af mínum uppáhaldsdögum. Nánar til tekið einn af mínum sjö uppáhaldsdögum. Ég svaf um sexoghálfan tíma, sem er um einumoghálfum tíma minna en ég hefði viljað, en það er ekki að koma að sök klukkan átta að morgni, þegar það er nær bjart úti. Ég elska að vakna og sjá sólina koma upp og ljósbláan himinn. Þegar svona er komið í árinu er ég nokkuð viss um að vorið er á næsta leiti. Í dag ætla ég að fara í jóga, fara til reykjavíkur og tékka á skólavist í háskóla íslands fyrir heiðu, og í listaháskóla íslands fyrir elvar, og toppa svo daginn með að kíkja í pantaðan tíma til nálastungugúrúsins. pestin sem ég fékk er á undanhaldi og ég því komin með smá orku aftur. fór í sund í gær með elvari og óliver, og sá síðarnefndi var svo glaður, enda ekki búinn að fara í nokkra mánuði, kallinn. í gær var hann með eyrna-tappa og gyllta sundhettu og því alveg vatnsheldur þrátt fyrir rörin. ég hjálpaði óliver að senda sinn fyrsta tölvupóst, þar sem hann hvetur fólk til að senda sér póst til baka út af því að hann hafi ekki fengið nein bréf enn. ,,en maður verður að senda bréf til að fá bréf", sagði ég honum, og áttaði mig svo samstundis á því hvað þetta væri mikil speki og yfirfæranleg á margar hliðar lífsins.
Að lokum: Mig vantar meiri vinnu, til að fá meiri innkomu. Hver vill ráða mig í skemmtilega vinnu?
kærar morgunkveðjur til ykkar allra sem lesið skemmtilegt-ið.
Heiða

Engin ummæli: