Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, apríl 08, 2009
Ég held að Alexandra vinkona og samsveitungur hafi rétt fyrir sér, við höfum veikst alveg óeðlilega mikið eftir að við fluttum hingað upp á völl. Veit að loftið er MJÖG þurrt, svo bakið mitt flagnar næstum, en hefur það ekki bara hræðileg áhrif á ónæmiskerfið líka? Hvað gerir þurrt ónæmiskerfi? Nú það býr til slím og kvef....eða eitthvað...Hmmm, hvað veit ég svosem um ónæmiskerfi? Eníhú, er með kvef and shit, Elvar líka, en hann með hita meðan minn er farinn. Þá bara tjillar maður aðeins við lestur góðra bóka og ofreynir sig alls ekki fyrir neina muni. Þannig að: Ekkert jóga á eftir, þótt ég hafi næstum verið búin að selja mér að mér væri alveg batnað. Nei, ekki hjóla út í Bónus heldur, Heiða mín!!! Þér gæti slegið niður. Passa Heiðuna litlu, það verð ég að gera.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli