Leita í þessu bloggi
mánudagur, maí 04, 2009
Ég borðaði hamborgarapylsu í gær!!!! Svolítið sem ég er búin að horfa á á grillinu á bensínstöðvunum og finnast aðeins of líkt saur til að ég væri til í að prufa. Svo fór fjölskyldan á nýju X-men-myndina í gær í Háskólabíói og við vorum mætt snemma og soldið svöng þannig að ég ákvað að skella mér út á bensínstöð og slá til. Þetta var bara þrælfínt. Kom með káli og hráum og steiktum lauk og svo setti ég hamborgarasósu á. Ég gaf Elvari bita og hann kom með þá athugasemd að líklega væri þetta næst Berlínarkebabinu af því sem er í boði í skyndibita hér á Íslandi. Svona fyrir utan nokkrar ákveðnar sósur sem eru þar í boði og svona....En það að búa til aflanga pylsu úr hakkinu sem annars yrði buff er nokkuð skemmtileg nýbreytni. Þið kannist við þá ákveðnu tilfinningu að bíta í pylsu og það lætur undan skinnið svona í fyrsta bita. Nú, það gerist nefnilega ekki en maður býst samt aðeins við því, sem er eðlilegt sökum fjölda pylsna sem hafa verið innbyrtar í gegn um tíðina. Allavega, pylsan fær bestu einkunn og mæli ég hiklaust með því að allir prófi. Þetta er ekki nýjung, ég veit, búið að vera til í nokkur ár, en líklega ein af þeim vörum sem eru hlaðnar fordómum, eins og stundum vill verða. Áfram hamborgarapylsa!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli