Margt hefur á daga mína drifið í þessari viku og nú í vikulok er mér ljúft og skylt að greina frá framvindu hennar. Við höfum nokkrum sinnum skotist til Reykjavíkur að sýsla eitthvað, og á föstudag sáum við ánægjulega tónleika með málmblásarakvintettinum Brasskarar, í sól og logni á Austurvelli. Daginn eftir, laugardag, fórum við að fá okkur mat sem fellur af borði ofgnóttar hjá Food not bombs-snillingunum, á Lækjartorgi. Aðfararnótt fimmtudags gistu 3 Kanadamenn hjá okkur og Hellvar æfði og svo horfðum við á Back to the Future I, langþráð verkefni að horfa á þessa mynd með Óliver. Aðfararnótt föstudags og laugardags gisti Berlínarbúi hjá okkur og við héldum meira að segja veislu á föstudagskvöld, eftir að búið var að horfa á Popppunkt, að sjálfsögðu, sem er líkast til einn sá skemmtilegasti sem ég hef séð um ævina. Gylfi Ægisson er svo innilega innilega æðislegur og skemmtilegur, og svo þegar hann fékk hláturskastið hlógu bara allir líka og hvað er svo sem annað hægt? Mig langar að stofna með honum kaffiklúbb og hittast einu sinni í viku og spjalla og hlægja og drekka kaffi.
Já, en aftur að vikunni, Ég horfði á rosa góða margóskarsverðlaunaða mynd sem heitir Kramer vs. Kramer, og hef ég ætlað mér að sjá hana lengi. Elska þetta tímabil í sögunni, mid-seventees. Tók hana til að horfa á New York á þessum tíma, en drógst svo alveg inn í söguþráðinn og í raun kven- og karlfrelsisboðskapinn í henni. Hún er svo sönn og frábær, og opnar augu fólks fyrir því hvernig tímarnir voru. Þá bara vann kona heima, og karlinn "brought home the bacon",....Allt er þó breytingum háð og bara horfiði á þessa mynd, sko. Þvottavélin komin í gagnið og ég er búin að þvo nokkarar og hengja þvott út á SNÚRU sem ég hef ekki getað lengilengilengi. Það kom góð lykt, útilykt, í náttfötin mín sem ég svaf í í nótt. Svo sátt. Eftir matarveisluna á Lækjartorgi í gær fórum við í sund og gufu í vesturbæ, hittum þar Gísla Gímaldin sem stefndi okkur á Mokka, og þar var Melli líka svo kvöldið endaði í kaffihúsatjilli, sem ég elska. Og ég sá amerískan eldri mann með gamla Nikon-filmuvél sem var að taka fyrir utan Mokka og sagði: "Love your camera" við hann og við fórum að spjalla um Nikon-vélar, og þá fattaði ég hvað ég sakna gífurlega að geta ekki tekið á filmu, og framkallað sjálf. Svo pöntun dagsins er: Að finna einhvern stað sem ég kemst í framköllunaraðstöðu, og kannski kaupa notaða ódýra Nikon-vél einhvers staðar....Já, takk þetta væri gott.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli