Leita í þessu bloggi

laugardagur, september 26, 2009

iðrakvef og gjörningaveður eru tvö mjög falleg og gild íslensk orð sem lýsa degi mínum í dag ágætlega. Er líka stödd í Víkingaheimi, og þar brakar og brestur í gluggum, veggjum og skipi. Hljómar oft eins og það sé að fara að bresta á með árás víkinga, en þá er það bara vindurinn. Það er ótrúlega gott að sitja eða standa við stóra gluggann innst í salnum og horfa út á haf. róandi. brjálað rok og öldur og þær lægir bara inn í mér á sama tíma.

Engin ummæli: