Á föstudag sá ég Togga í Norræna húsinu, (nokkuð flottur bara, fékk tár í augun þegar hann spilaði sína/upprunalegu útgáfuna af þú komst við hjartað í mér), Kippa Kanínus á Karamba,(kippi er snillingur, allt gott sem hann gerir), Hudson Wayne í 12 Tónum,(kommbekk vonandi á næsta leiti, þetta er ein af mínum uppáhalds), Vicky accoustic á Hemma og Valda,(Eygló aldrei sungið betur en þarna),
Bárujárn á Sódómu:(Vá!)
byrjunina á Me, the Slumbering Napoleon, á Sódómu,
Stereo Hypnosis:(rosa flott hjá þeim)spiluðu á Batteríi
Á eftir þeim komu The Tiny frá Svíþjóð (fyrsta leiðinlega sem ég sé á Airwaves þetta árið), á Dillon sá ég Who Knew:
og Jan Mayen sem spiluðu svo flott gigg að ég bara gleymdi að taka myndir! Rosalegir tónleikar hjá Jan Mayen og líklega með því flottara sem ég sá þetta árið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli