Leita í þessu bloggi
mánudagur, október 12, 2009
Í dag er ég að spá í að lesa soldið mikið um heimspeki og kvikmyndir og jafnvel aðeins um heidegger og svo jafnvel soldið um foucault. var að finna út að það eru 9 foucault-textar sem voru settir fyrir þennan tíma í dag og ég náði ekki að lesa neinn þeirra um helgina. var reyndar að vinna báða dagana, en gat aðeins kroppað í kvikmyndaheimspekina. þetta mjatlast, hægt og bítandi. það endar alltaf þannig að allir textar eru lesnir, það er bara leiðin þangað sem er þyrnum stráð, aðallega vegna þess að maður tekur að sér svo mörg hlutverk: móðir, kærasta, tónlistarnemi, tónlistarmaður, heimspekinemi, ....og svo í ofanálag draumóramaður eins og john lennon, þannig að ég þarf að labba um og horfa á fólk og hugsa. þá er það ljósritun og prentun foucault-texta: einn tveir og sjö!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli