Leita í þessu bloggi
sunnudagur, október 25, 2009
Um helgina hefur aldeilis margt gerst. Ég keyrði með Hauki Morðingja og Gunna og spilaði á Búðardal, en á undan performanceinu fengum við kjötsúpu með lambahakki og reyktan rauðmaga á rúgbrauði, algjört lostæti! Eftir tónleika var brunað aftur í bæinn, þar sem ég átti að flytja fyrirlestur um heimspekinginn Martin Heidegger á laugardagseftirmiðdegi, sem ég og gerði og eyddi öllum laugardagsmorgninum í að snurfusa hann. Það eina sem mig langaði að gera að afloknum öllum Heidegger-lestri undanfarinnar viku með klæmaxinu á laugardag, var í fyrsta lagi: Lesa reyfara; í öðru lagi: hlusta á HAM og spila HAM á gítar. Þannig að ég er búin að vera að gera bæði. Pikkaði upp Demetra í gærkvöldi og Alexandra pikkaði upp bassann og svo spiluðum við þetta okkur sjálfum til mikillar gleði, aftur og aftur. Það er skrýtið með Demetru, ég hef aldrei haldið neitt sérstaklega upp á það, bara fundist það gott lag, en ekkert mitt uppáhalds. Ég meina, það er náttúrulega ekki til leiðinlegt HAM-lag, en þau eru ekki öll jafn-skemmtileg. Held til dæmis minnst upp á Voulez-vous koverið þeirra. Hef lengi vel haldið mikið upp á Svín, Sanity, Austur, Lonesome Duke, Death, Æskublóm, Marinering og fleirra. Nú vinn ég á Víkingasafni í dag, og hugsa um pizzu. Og í kvöld ætla ég að ljúka við Henning Mankell-reyfarann minn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli