Leita í þessu bloggi

sunnudagur, nóvember 22, 2009

Jæja, ég var að uppgötva að það er 22. nóvember en ekki 29. eins og ég hélt. Þetta skiptir gríðarmiklu máli út af ritgerðasmíðum mínum. Ég semsagt var að græða viku og hef því ekkert samviskubit yfir því að vera að lesa Sjúddirarí rei (frábær, ef maður sleppir því að hugsa um hugsanlega hommafóbíu Gylfa, vona að það sé bara furðulegur húmor hans). Já en semsagt, ekkert að gera í víkingasafni og því sit ég og les Gylfa Ægisson og hlusta á eðal íslenskar plötur sem ég hef ekki haft tíma til að kynna mér á gogoyoko.com. Þar er ég nú búin að hlusta á nýju Hjaltalín (koverið er betra en innihaldið) og er núna að hlusta á Létt á bárunni sem er GEÐBILUÐ GÓÐ, mun betri en Hjaltalín. Pæliði í frábæru dæmi sem Gogoyoko er, maður bara situr heima í stofu (eða hvar sem er náttúrulega) og hlustar á það sem maður vill meðan maður til dæmis les (mjög hentugt) og svo ef og þegar maður dettur inn á eitthvað sem maður vill eiga til að geta hlaðið í spilarann sinn, þá bara kaupir maður það. En að geta hlustað endalaust online án þess að borga og vistað á sína síðu það sem maður fílar er frábært! Svo þegar maður heimsækir síður einhverra vina, þá heyrir maður hvað hann/hún fílar og uppgötvar þannig. Þetta er blanda af samfélagsvef og plötubúð og snýst BARA um tónlist en ekki eitthvað stjúpifæing rugl. Allir á gogoyoko núna!

Engin ummæli: