Leita í þessu bloggi
föstudagur, desember 25, 2009
Ég hef aldrei fyrr lokið við að skrifa ritgerð á jóladag, en það er einmitt það sem ég gerði í dag. Ég fór líka út að hjóla og hlustaði á nýja Insol-diskinn (jólagjöf frá Gunna) í nýju heddfónunum mínum (jólagjöf frá Elvari). Það er enginn á götum úti um eftirmiðdag á jóladag, og fékk ég því nettan Palli-var-einn-í-heiminum-fíling sem er alltaf hressandi. Fann hangiketslykt um allt og var því glöð að vera boðið í mat til mömmu og pabba. Er nú um það bil að fara að senda ritgerðina til kennara, og þá er ég í jólafríi það sem eftir lifir kvölds. Það er nú gaman. Ætla að taka upp tónlist, smá í kvöld og meira á morgun. Jólin eru til að gera það sem manni finnst skemmtilegast, ekki til að gera neitt leiðinlegt. Mundu það!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli