Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, desember 22, 2009
vei jibbí jei! er komin með eina einkunn fyrir heimspeki og kvikmyndir og það var nía! borgar sig greinilega að læra soldið heima....hahahahah. en nú er það síðasta ritgerðin sem ég er að klára korter í jól út af ægilegum flensuhamförum síðustu vikna hjá litlu fjölskyldunni. hálfnuð með ritgerð, erfitt að einbeita sér núna þegar mig er farið að langa að taka til í íbúðinni og gera fínt fyrir morgundaginn. en á morgun er þorláksmessa og þá ætla ég að borða skötu í þriðja sinn á ævinni, (smakkaði sumsé í hitteðfyrra í 1. sinn, og einu sinni smakkað þú getur ekki hætt á allavega mjög vel við í mínu tilviki). Hef bara farið til Sægreifans og held ég breyti því ekki, enda sagði tengdapabbi að það væri toppurinn, ég hefði einfaldlega byrjað á toppnum þegar ég smakkaði hjá sægreifanum. Jólaskreyting fyrirhuguð er: svart plastjólatré með hvítri seríu, svört jólakerti, mjög goth eða black-metal, og svartur jóladúkur á eldhúsborðið. daman (ég!) verð í svörtu glimmerpilsi sem ég náði mér í í spútnik í gær, svartri galdrakonu/rokkstjörnu-peysumussu með glimmerívafi og svörtum leggings, annað hvort berfætt eða í svörtum skóm. svart hár að sjálfsögðu. svört jól eru svöl jól, ekkert helvítis hvítjóla-kjaftæði á mínum bæ. gleðileg fokking jól, oooooohvað ég er spennt orðin og þetta er ekki kaldhæðni í alvöru!!!! ég hlakkaði nebblega ekkert til jólanna í fyrra, en þá átti ég heldur ekki svart plastjólatré og svört kerti. ég tek myndir þegar stöffið er komið upp og set hér inn (ef ég þekki mig rétt verður það ekki fyrr en mjög seint annað kvöld sem ég næ því). fór með elvari í bíó í gær, á Anvil. Mæli eindregið með henni, um kanadíska rokkhljómsveit sem slær í gegn 30 árum eftir að hún er stofnuð, því meðlimirnir (nú komnir yfir fimmtugt) náðu aldrei að auglýsa sig nógu vel, en hættu aldrei að semja og gefa út tónlist. Note to self: muna að fá sér umboðsmann fljótlega, Heiða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli