Þessa uppskrift að hráfæði-gulrótarköku fann ég á þessari síðu: http://www.the-raw-recipe.com/?cat=7 og virðist þarna vera ýmislegar góðar og aðgengilegar uppskriftir. Ég hef ekki enn gert þessa köku, en boy-oh-boy hvað hún hljómar vel. Það er helst að cashew-hnetukremið sé vesen fyrir mig, því blenderinn virtist ekki vilja hlýða mér og gefur frá sér skrýtin hljóð, síðast þegar ég reyndi að nota hann. Djúserinn er sterkari og betri en nokkuð annað raftæki sem ég hef notað í eldhúsi, en blenderinn var jú keyptur á afslætti, var meira að segja sýniseintakið og fékkst á slikk. Þá er bara að taka því. Kaupa betri næst. Held því miður að það sé komið rétt rúmt ár frá blenderakaupum, og ábyrgðin útrunnin. En aftur að síðunni með gulrótarkökunni. Hana fann ég þegar ég var að reyna að finna út hvers vegna ég væri með svona rosalega löngun í Tahini. Fann það á þessari síðu: Tahini er fullt af kalki og þar sem ég hef að mestu sneitt hjá mjólkurvörum hefur mig vantað það. Tahini og banani og valhnetur saman. MMMMM. Eða ristað spírubrauð með tahini og rauðri papriku í strimlum ofaná.....MMMMMMMM. Elska Tahini.
Carrot Cake
ingredients
2 cups of carrot pulp from your juicer or super finely grated carrot
2 cups fine almond meal
1 cup ground flax seed
1 cup dessicated coconut
1/2 cup agave or honey/maple syrup
1/2 cup pineapple juice
1 TBsp coconut butter warmed to liquid state
2 tsp cinnamon
1 tsp mixed spice
pinch of salt
Method:
mix everything well in a bowl. Press into a spring form cake tin and put in the fridge for 24 hours. Remove cake tin, ice with cashew frosting and serve with ice cream.
Cashew Frosting
ingredients:
1 1/2 cups soaked and drained cashews
1/2 cup agave nectar
1/2 cup warmed coconut butter/oil
Juice of 1 lemon
zest of 1 lemon
Method:
Place the ingredients in a blender and cream to a fine buttery consistancy using a rubber spatula to move the contents around as necessary.
This will firm up in the fridge.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli