Leita í þessu bloggi
sunnudagur, febrúar 28, 2010
Í gær horfðum við á mynd sem heitir "Logan's run". Elvar hafði séð kápuna af rælni í vídeóleigunni okkar og las aftan á, og í ljós kom að þetta var sæ-fæ frá 1976. Hann tók hana, en hafði aldrei heyrt orði minnst á þessa mynd. Ekki ég heldur, en nú verður þetta að teljast með skemmtilegri og frábærari myndum sem ég hef séð. Þetta er framtíðarmynd með Utopiu/Dystopiu-pælingum, og fjallar um eðli mannsins, frelsi mannsins, framtíð mannsins, tilgang mannsins. Ég var alveg heilluð, gjörsamlega spennt allan tíman, og svo voru tæknibrellur og lúkk allt svo ótrúlega spennandi. Hljóðheimurinn var líka troðfullur af flottum múggum og bara alveg nákvæmlega eins og svona mynd á að hafa. Þess má geta að Logan's run fékk óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur, sem þóttu alveg "out there" miðað við 1976.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli