Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, mars 31, 2010
Ég er ekkert að blogga, því allt er á fullu. Var að fatta um hvað bókin hans Heidegger fjallar um, náði því bara í gærkvöldi. Það tengir allt svo yndislega saman, og svo er ég að fara að hitta minn kæra leiðbeinanda á eftir. og svo er Wim Van Hooste á landinu og hann ætlar að koma í smá heimsókn í kvöld og Hellvar-æfing í kvöld líka. Og.Og.Og. Er ekkert búin að hugsa fyrir að kaupa efni til hollustupáskaeggjagerðar. Á náttúrulega kókosolíu, dökkt lífrænt kókó og agave. Kannski bara hendi ég í eitt lítið á föstudaginn langa. verð samt eiginlega að kaupa hnetur og döðlur, á rúsínur og kókos. þá kemst maður langt í hollustunammigerð. og jarðarber. mmmm svona rauð og falleg páskajarðarber. rauð eins og blóði drifinn páskahérinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli