Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, mars 10, 2010

ég veit ekki alveg af hverju en ég er búin að vera alveg einstaklega hress miðvikud-sunnudags í margar, margar vikur. það er bara eins og mánudagsslenið sé allsráðandi og smitist jafnvel yfir á þriðjudaga hjá mér. ég þarf að fara að skipuleggja eitthvað morgunaktivití á mánudagsmorgnum, helst í reykjavík svo ég verði að vera komin þangað snemma. morgunaktivití í kef væri svo ágætt fyrir þriðjudaga, svo er þetta komið. ég var alveg helvíti hress í dag og gerði margt, en samt náði ég ekki að læra eins og ég ætlaði. fór á fund, samdi texta í blað sem kemur út á laugardag, hitti vin minn á kaffihúsi, fór í ljósmyndun fyrir blaðið á laugardag, fór og gerði vöruskipti við sigga pönk, svaraði ímeilum, hringdi símtöl. Í gær var ég heeeevvvvví slöpp eitthvað, en náði samt að fara í píanótíma og ganga ágætlega og súpervæsa píanóflutninga heim í stofu til mín. en ég gerði lítið annað. í fyrramálið ætla ég pottþétt höggþétt vatnsþétt í sund og gufu. langar það, já.

Engin ummæli: