Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, mars 17, 2010
Nú veit ég orðið allt um Kreuzkölln, sem er hverfið sem liggur á mörkum Kreuzberg og Neukölln. Þar er víst ægilega gaman núna, og ódýrara að leigja en í Prenzlauer og jafnvel Kreuzberg. Ég væri svo til í að vera að flytjast þangað eftir svona 3 vikur, og bara vera það að vinna í mastersritgerð. En ég verð semsagt að drullast til að vakna á morgnanna, það er ekki alveg að takast núna, og svo er ég náttúrulega alltaf að rokka í dómnefnd músiktilrauna fram á kvöld, í þessari viku og kem því nokkuð æst og hress heim og sofna því ekkert alveg strax. Sofnaði þó milli tólf og eitt í nótt, var vakandi með óliver milli 7.15 og 8.30, fór þá að sofa og var bara pretty rotuð til hádegis, alveg óvart. sýki svefnsson. það er ég.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli