sunnudagur í blogginu varð að mánudegi án þess að ég næði að sitja fyrir framan tölvu. það er vegna þess að það var vaknað klukkan 10-ish til að fara í sund og gufu, svo var borðað á ólsen, og svo tekinn léttur púlleikur, áður en aftur var hafist handa í mixsessjón. sessjón er gott orð, ég sé fyrir mér einhvers konar sófa-mann, sem heitir jón en er gerður úr sessum. Þetta gæti verið ofurhetja sem kemur til bjargar fólki sem dettur út um glugga úr háum húsum. "Engar áhyggjur frú, hér er ég, Sess-jón, þér til bjargar!" Hann flýgur undir fallandi frúnna og breytist í þægilega sófa undir rassinum á henni, rétt áður en hún skoppar í jörðina.....
Ætla að fá mér morgun-safa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli