Ég dró rún í víkingaheimum í gær, það var Vígsla. Er rún endurfæðingar og því að vera tilbúin undir gagngerar breytingar áður en allt umturnast og hlið opnast. Ég er að fara að klára eina ritgerð í vikunni (búin með 2 síður, hún á að vera 12-14), svo fer ég í mitt fyrsta píanópróf á morgun, (spila Amazing Graze, 8 days a week, impró-blús í C og skala og brotna hljóma í C og G). Elvar er svo að fara í hálskirtlatöku á eftir. Það er eflaust endurfæðing hjá honum líka, að vera laus við eiturspúandi kirtla úr líkama sínum. Þetta verður áhugaverð vika. Hvað eru þið að gera?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli