Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, maí 20, 2010

jæja, erling tv. klingenberg í hafnarborg hf. kl. 8 í kvöld. þar tek ég þátt, ásamt 5 snillingum, auk listamannsins sjálfs auðvitað. ég sé glitta í endann á rannsóknarritgerð. hef gert blað með ca. 12 atr. sem ég þarf að klára áður en ég get skilað (finna atr.í tímabili heimsmyndanna, finna hvort talað er um worst case scenario/höfnun aðferðarinnar í framlögum til heimspekinnar, laga neðanmálsgreinar, þýða tilvitn.úr þróun á dasein-textanum, koma punktum úr enownment-texta yfir í samfellt mál og koma því fyrir á réttum stað í ritg, og fleirra í þessum dúr). Þetta hljómar eins og piece of cake og er lúmskt hellað, því ég er perfectionisti og vill helst ekki láta neitt frá mér með neinn lausan enda. lús-les yfir aftur og aftur. en nú er bara í dag og á morgun eftir, og ég veit ekki af hverju en ég bara get ekki vaknað snemma á morgnanna. var reyndar útkeyrð í gærkvöldi og yfirspennt og náði ekki að sofna fyrr en hálf-eitt, en maður myndi ætla að kl. hálf-níu væri ég útsofin. neibb. skreyddist á fætur um hálf 12. það er ungbarnasvefn, 11 tímar, takk. ég er að verða ungbarn með árunum.

Engin ummæli: