Uppgötvanir síðustu daga:
Einn daginn ætla ég að búa í japan. Mér finnst gaman að dansa diskódans. Ég vinn ekki bara best undir pressu hendur alls ekki nema það sé pressa (ég veit, óheilbrigt). Ég þarf mikið fólk, þeim mun meira þeim mun betra, samt finnst mér alltaf best að hafa smá pláss í kring um mig. Fíla sól svo vel að þegar hún skín á skinnið mitt finnst mér eins og ég sé rafhlaða sem verið er að hlaða, bókstaflega! Dreymdi New York í nótt, þar ætla ég líka einhvern tíman að búa. Finnst ísl. sjónvarp ekki nógu skemmtilegt. Finnst gaman að horfa á bíómyndir, sérstaklega annað hvort 70's, má vera hvað sem er, eða sakamálamyndir, helst breskar. Hercule Poirot-myndin sem ég sá á DR1 í gærkvöld var hressandi. Er búin með enga ritgerð af tveimur. Ein klárast í kvöld (bara verð), hin þarf að klárast fyrir lok mai. Frestunarárátta dauðans mun ekki klára þessar ritgerðir, svo það er eins gott að henda sér af stað í bæinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli