veit ekki með hverjum ég held í júróvisjón, því eistland datt út. horfði á nokkur lög áðan og held að mér líki ansi vel við spán, með sitt sirkússtuð:
...en líka við þýskaland sem skartar sætri eðlilegri stúlku með kokkneihreim á enskunni sinni. Það lag minnir mig líka bara helling á sigursveit músiktilrauna 2010, Of monsters and men með hinni æðislegu söngkonu nönnu innanborðs. Hún syngur nú ekki með þessum hreim, en það er eitthvað sambærilegt við tónlist þeirrar sveitar og framlag þýskalands í ár:
hér er Of monsters and men á æfingu:
...svo er þarna lagið sem gunni var að tala um í síðasta Alla leið, Opa frá Grikklandi:
ég var ekki búin að átta mig á því lagi, en bakraddirnar eru svo ógeðslega flottar. Öll húa, og hó, eins og í laginu War með Edwin Starr, en það er flottasta lag sem ég pósta hér í dag, tekur því miður öll Júrólög í nefið. Hvers vegna semur fólk ekki betri lög í dag?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli