Jæja, sökum ábendingar um augnverki sem ég fékk ákvað ég að prufa aðra liti en hina sterku uppáhalds mína og datt niður á þessa ofur-smart skemmtilegu "lita-sjatteringu" (ég er 80 ára þegar ég segi þetta). Allavega er grátt og bleikt og rautt og smá órans (pabbi segir órans, ekki appelsínugult, finnst það svo skemmtilegt), og þetta er bara fagurt!
Fagurt og teið kallar,
fagurt og bókin bíður,
fagurt og úti er heitt og tíminn líður,
fagurt og maginn tómur,
fagurt og bóndinn blíður,
fagurt og vindur vanga strýkur, þýður.
heiða rómantíker sænar út!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli