Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, júlí 28, 2010

speki heims gengur vel. náði alslemmu í síðustu viku (5 virka daga af 5 á bókasafni). Held ég sé komin með um einn þriðja af lengd ritgerðar, en það eru bara glósur, svo á ég eftir að gera það að texta. hef minni áhyggjur af þessu, og sannast nú málshátturinn góði: hálfnað verk þá hafið er. ég hóf loks að skrifa niður í tölvu og þá bara urðu 20 síður til eins og töfrasprota væri veifað. nú er tilhlökkun eftir utanlandsferð hins vegar að ná hámarki, bara 5 dagar til viðbótar. að sama skapi er ansi margt sem þarf að gera á þessum 5 dögum: klára að skrifa það sem ég get í ritgerð, æfa tvisvar, redda hellvar-bolunum (já hellvar er loks orðin alvöru hljómsveit, og er að gera boli!!!, meira um það síðar) hitta balla í spjall, fara í klippingu á föstudag, búa til handfarangurstösku úr gallabuxum (hehehe, það verður gott verkefni) taka á móti tveimur listatúristum og hýsa þá, fyrri í kvöld, næsti á fimmtudagskvöld....should I go on??? neinei, það er bara dútl og gleði í gangi. uppgötvaði í gær að ég er með nostalgíu fyrir núinu: þ.e.a.s. ég veit að ég á eftir að sakna núlíðandi stundar í framtíðinni og ég finn næstum fyrir því hvernig sú saknaðartilfinning verður. alltaf í þjóðarbókhlöðu, alltaf í hámu, alltaf í rútu að bögglast við að lesa, alltaf með heimspekibók í töskunni, ef ske kynni að ég næði smá lestri, alltaf með ákveðnar hugmyndir á bak við annað eyrað sem eru svona að vinna á bak við tjöldin. nýt þess í botn að vera í skóla núna. alveg tvímælalaust áhugaverðasta djobb sem ég hef unnið, fúll tæm djobb við verufræðilegar rannsóknir. Sooooooo practical!!!!

3 ummæli:

Valur sagði...

Ég hálföfunda þig fyrir að vera svona fínn skólar og akademmík. Einhver staðar í hjarta mínu hef ég ætíð álitið sjálfan mig mikið gáfumenni. Því hef ég á tímum verið ástfanginn af hugmyndinni um að vera fræðimaður. Ég verð þó eiginlega að fara að viðurkenna fyrir sjálfum mér eftir mörg mögur ár á skólabekk að ég er ekki þar á heimavelli. ADD, misþroska, dyslexia, ég hef róterað í hinum og þessum greiningum. Síðbúinn athyglisbrestur var það síðasta sem ég var með, (en þeir sem teljast með athyglisbrest voru það sem börn, sem ég var þó ekki.)

Hvet ég þig þó áfram þar sem þú virkar á mig sem fín, velgerð og gáfuð manneskja. Heidegger er cool, þó hann hafi gengið myrkra öflunum á völd um tíma. Hjúkkur beita einmitt mjög gjarnan fyrirbærafræðilegri nálgun á viðfangsefni sín í sínum rannsóknum. En þannig liggja einmitt í hjúkkurannsóknum einhverjar rætur til Heideggers.

spritti sagði...

Ég fæ hausverk af heimspeki

Heiða sagði...

Til að súmma upp þessi tvö komment: Heidegger er kúl og ég fæ líka stundum hausverk af heimspeki...