Leita í þessu bloggi

laugardagur, ágúst 14, 2010

æ, það er ekkert gaman að vera að fara frá Hudson. Þetta er tvímælalaust galdrabær með endalaust af skapandi fólki sem hefur ákveðið að hanga hér. í þessum litla 7000-manna bæ er næstum því meira um að vera en í reykjavík....ótrúlega skrýtið. enda sagði patty smith í pistli sem hún reit um daginn að Hudson væri "happening". Í dag tók ég þátt í listaverki sem var tekið upp á vídeó og mun vera partur af vídeólúppu sem gengur í listagalleríi við aðalgötuna næsta mánuðinn. svo hélt ég lítið erindi um Heidegger fyrir 3 gamla menn (sá yngsti 68 ára, sá elsti 78 ára), en þeir voru allir að fá sér sinn vikulega öllara á Spotty dog, sem er besta kaffihúsið í Hudson, klukkan 3 í dag. Við spiluðum Bítla-útgáfuna af Monopoly hjá Rob í kvöld og hlustuðum á demóupptökur af hvíta albúmi bítlanna á meðan (já mamma og pabbi, ég fékk kópíu af því, þetta eru upptökur sem þeir gerðu á Indlandi, meðan þeir voru að hanga með Maharishi). Hvílíkt snilldarkvöld. Hvílík snilldarferð. Hvílíkur snilldarbær, og hvílíkur snilldarmaður sem Rob er. Svo virðist sem ALLIR nenni að pæla í tónlist ALLTAF, og Rob er ekki einu sinni með sjónvarp....til hvers svo sem? Hann er með fullt af hljóðfærum og bókum, og frjóan huga og nóg af góðum vinum sem eiga ekki heldur sjónvarp. Ég er ekki búin að horfa á sjónvarp í 10 daga....Sakna ég þess? Nei alls ekki. Sakna ég Íslands? Tja, ég sakna Mömmu og Pabba og Ólivers.....smá Reykjavíkur.....sakna að fara á skrifstofuna mína á bókasafninu.....ég held að svona dvöl erlendis setji allt í rétt samhengi. Þarf ég yfir höfuð að eiga eitthvað? Get ég losað mig við helminginn af fötunum mínum og bókunum og vídeóspólunum/dvd-diskunum og plötunum? Auðvitað. Hef ég ekki í raun og veru bara áhuga á tónlist og góðu fólki og fjölskyldunni og gæti verið án alls annars? Jú, auðvitað. Ekkert annað er spennandi....Fréttir af bulli og áhyggjum......gerir mig bara óhamingjusama og áhyggjufulla. Þetta er svo einfalt í raun. Ef þú átt ekki pening þá eyðirðu honum ekki. Það þarf ekki neitt til að lifa. Bara smá mat, og hugmyndaflug. Ég nenni ekki einu sinni að hafa internettengingu heima, ég ætla bara að fara á kaffihús með nettengingu. Ég meina, hvað er fólk að borga fyrir? Er hamingjan fólgin í góðri nettengingu og miklu sjónvarpsefni? Ég held nú ekki, sorry guys. Íslendingar eru að misskilja eitthvað, big time. Farin í draumalandið, skil ykkur eftir með spurningar eins og sönnum heimspekingi og listamanni sæmir (já ég er listamaður og heimspekingur og það er góð blanda). Næsta blogg í NYC.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Panta kópíu af demó hvíta albúmi og svo væri nú ekki slæmt ef þú nældir þér í eintak af þessu bítla monopolyi. Hljómar spennandi. Annars bara Hudson best!
Gunni

spritti sagði...

Þá er ótrúlega mikið um að vera í þessum bæ því að það er ævinlega alveg fullt um að vera Reykjavík.

Wim Van Hooste sagði...

Congratulations with your victory (again) in PPP. I've put
"Rusinurassgat" on YouTube and on Go to Hellvar.
What's the connection with HAM?