Leita í þessu bloggi
laugardagur, ágúst 28, 2010
Flutt í Reykjavík. Allt rað verður þó að bíða, því ég á eitt stykki Masters-ritgerð eftir. Er þó komin með þokkalega kósí baðherbergi sem ég baðaði mig í áðan. Veitti ekki af, þar sem baðferðir höfðu hamlast tölvert sökum skorts á aðgengi. Nú er ég líka í hreinum nærbuxum (yndælt) og í kjól, í stað skítugra nær- og gallabuxna. Sit á kaffihúsinu "C is for coffee", sem er netkaffihús og statt á Óðinstorgi. Þar er nú ágætt að sitja, og svo þarf ég bara að skrifa svona 30 síður eða svo. Óraunveruleiki þessarar setningar er fullkominn, þetta er svo mikið að ég næ ekki að hugsa þetta, og þess vegna er ég ekkert stressuð. Bara veit að þetta þarf að gera og þetta mun ég gera. Og við það hefst lestur dagsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Rokk i Reykjavik!
Var ekkert hægt að fara í bað á suðurnesjum ?
tja....þetta blogg er víst ansi ruglingslegt, enda er ég rugluð. sko ég er ekki búin að raða í íbúðina, NEMA í baðherbergið og komst því loks inná baðherbergið til að baða mig. það var sko skortur á aðgengi í nýju íbúðinni. í hinni var baðkar og enginn skortur á aðgengi og því farið í reglulegar baðferðir. Núna vantar hins vegar fataskáp fyrir fötin okkar, það fer að verða skortur á þolinmæði að finna föt úr svörtum ruslapokum....
Skrifa ummæli