Leita í þessu bloggi

mánudagur, september 27, 2010

það er svo rosalegt þegar google sér tilefni til að vera með öðruvísi myndskreytingu en vanalega fyrir ofan leitargluggann á vefsíðu sinni. allir hafa líklega rekist á jólaútgáfu eða páskaútgáfu, en svo eru sumar útgáfur bara ætlaðar í einn dag, eins og til dæmis þessi sem er í dag:



það er víst 12 ára afmæli google í dag. Tólf ára áfmæli! Getur það staðist? Þá hefur google byrjað árið 1998, einungis þremur árum eftir að ég fór fyrst á netið á Síberíu-netkaffihúsinu hans Einars Arnar. Hann hjálpaði mér einmitt að stofna fyrsta rafpóstreikninginn, sem var heida@saga.is. Þá hékk maður á irk-inu... og notaði þessa síðu svolítið: http://www.uroulette.com/

Borðaði áðan á Núðlu-skálinni sem er á Skólavörðustíg. Besta súpa sem ég hef fengið á ævinni, í alvöru! Allar aðrar súpur fölna...enda var chilli og engifer og hvítlaukur og kóríander og allskyns krydd sem ég kann ekki nöfnin á. Verulega mikið alvöru matur. Og mikið úrval af súpum. Elvars var allt öðruvísi, með kalkúnabollum og tómatsúpu-based, meðan mín var grænmetis og kókosmjólkur-based. Ég er aðdáandi súpu, pæliði í því. Og líka: Ein súpuskál getur búið til fullt af hamingju, pæliði í því...

Engin ummæli: