Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, október 27, 2010
Jæja, blogg dagsins er alls sem kemur í hugann svona í fljótu bragði, og tengist ekki stjórnmálum, stjórnlagaþingi eða framtíð Íslands á nokkurn hátt. Ég er meira svona í minni eigin framtíð í mínum eigin prívat-kolli, og þar er þingað um skipulagningu tímans og hvað ég eyði honum í. Hin margskipta Heiða er alveg að hætta að vera heimspekinemi, en langar svolítið "að fara út með hvelli" (go out with a bang), sem sagt gera voðalega vel í lokaritgerð. Kröfur á sjálfa mig eru því í hámarki, en á sama tíma er nýafstaðið velheppnað Airwvaves og fyrirliggjandi upptökur á Hellvar-plötu númer tvö. Æfingar og skipulagning því tilheyrandi, og svo til að rugla aðeins meira reitunum er ég svona mjög nálægt því að verða óð af því að hafa ekki vinnu sem ég mæti í á morgnanna og klára eftirmiðdag. Ég þarf röð og reglu, en samt tíma til að klára ritgerð/upptökur. Flókið? Nei ekki svo. Eitt í einu reglan verður bara að virka hér. Því er æfing og skipulag Hellvar í dag/kvöld og jafnvel líka á morgun. Um helgina verð ég að reyna að galdra fram einhvern stað sem ég get verið á alein (sumarbústaður í sveit?, eitthvað einhverstaðar?) og vera þar, ein. Klára. Ljúka. Svo er bara upptökur, og finna vinnu, vinna hana. Ekki of mikið samt, þá fer bak í lás, svokallaðan baklás......hehehe. Haus, farðu að vinna vinnuna þína. Strax. Eitt í einu, ekki allt í einu. Búið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli