Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, desember 23, 2010
Þriðja skata ævi minnar komin í hús(maga) og ég er sátt, megasátt (megas-átt?, hvaða átt er það?) Auk þess að vera ægilega bragðgóð og verulega sterk, sér í lagi hnoðmörinn sem okkur pabba tókst að kalla flotmaur óvart, brenndi hún tunguna á mér í tætlur. Nú er ég með sviða og rauða díla á tungunni, sem mér skilst að breytist jafnvel í blöðrur á morgun...veeeiiii! En kikkið við að borða skötuna er alveg brenndrar tungu virði. Mér líður í alvöru eins og ég hafi verið í rosa-góðum rússíbana. Ég er farin að halda að ég miði alla reynslu mína við rússíbana, gerði það víst líka í stúdíóinu um daginn: Betra en rússibani. Skatan er svona á pari við rússíbana, þannig að hljóðversvinna trónir enn efst á lista yfir það skemmtilegasta sem maður gerir. En flotmaurinn, maður.....vá! Nú mega jólin koma fyrir mér, restin skiptir minna máli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Djö líst mér vel á þetta hjá þér. Ég fékk náttlega enga skötu, en þú virðist hafa notið hennar fyrir okkur bæði. Flottur maur er líklega fyrsta íslenska mauragetundin. -Albert Sig.
var bara að sjá orðið "getundin". Snilldarútúrsnúningur: tegundin, getundin.
Skrifa ummæli