Leita í þessu bloggi

mánudagur, desember 27, 2010

Þriðji í jólum (sem er ekki til í alvörunni en allir halda upp á) og lífið er gott. Var að lesa einn af mínum uppáhaldsbloggurum og hún er með svo skemmtilegt jólayfirlits-blogg að ég ákvað að segja aðeins frá mínum líka. Parísardaman er soldið góð áminning um hvers vegna maður vill blogga og lesa blogg eftir aðra. Það er bara svo gaman að sjá heiminn með augum annarra stundum...
Mín jól hófust seint eins og oftast. Ég byrjaði að pakka inn gjöfum löngu eftir hádegi á aðfangadag og hlustaði á Peter Tosh á meðan, heima í stofu. MJÖG jólaleg tónlist, og Óliver skreytti pakkana sem ég hafði lokið við að pakka inn. Svo var keyrt út og um allt, og reyndar voru ég og Elvar að hlusta á norsku black-metal-hljómsveitina Satyricon á meðan á því stóð, hressandi! Svo pakkaði ég rest inn heima hjá pa og ma og gerði mér svo Raw Chili sem ég borðaði í aðfangadagsmat, ásamt hnetusteik sem mamma gerði, báðir réttir vel heppnaðir. Ég er frekar góð í "the art of un-cooking" því ég gerði líka hráfæðis-súkkulaðiköku á jóladag sem var spænd upp af flestum á heimilinu... Á jóladag borðuðum við hvítlaukslöðrandi humra (og kjötæturnar, allir nema ég, borðuðu víst dáið reykt lamb líka). Dánu humrarnir hafa eflaust allir verið fjölskylduhumrar, og afburðagáfaðir líka, svo ég get ekkert gagnrýnt hina sem borða dáin lömb. Við spiluðum bæði hið stórkostlega spil "Eggjadans" (look it up, snilld) og nýja Popppunktinn, að sjálfsögðu. Það var æði að fá fólk í heimsókn að spila, alltaf jafngóð stemmning sem myndast í kring um svoleiðis. Ég og Alexandra höfðum reyndar hittst fyrr um daginn og fengið okkur náttfatagöngu, sem ég ætla hér með að gera að árvissum viðburði á jóladag. Náttfataganga gengur út á að vakna í náttfötum, fá sér morgunmat og tjilla smá og allt það, og fara svo út í göngutúr, enn í náttfötum! Það má fara í gammósíur eða sokkabuxur UNDIR náttbuxur eða kjól, en það verður að sjást í náttföt! Þetta var frábært og stórkostlega frelsandi tilfinning sem fylgdi því að vera svona kósí úti. Annar í jólum (gær) var bara almenn leti og eitt jólaboð um kveld, og þar voru allir glaðir kátir og yndislegir. Horfði á tvær myndir með Óliver þann dag: Cats and Dogs II, (rokkar feitt...) og Planet 51 (meistaraverk...). Nú er ég komin á Laugavatn, búin að fara í gufu og borða fiskrétt frá tengdaföður mínum, (fiskurinn sá var einkar ljúffengur), og svo horfðum við á mynd á RÚV um kattakonur sem var stórmerkileg. Er líka búin með eina múmínálfabók til viðbótar um jólin, (Pípuhattur galdramannsins, sú besta að mínu mati) og er að fara að byrja á árlegum Arnaldi núna rétt bráðum.
Af gjöfum: Vá! Fékk allt of mikið, hápunktar líklega að ég geti haldið áfram í hot-yoga eftir áramót, thanks to mapa og að ég eigi nú Vonbrigði á vínil, thanks to Elvar! Fékk reyndar líka rauðan palestínuklút frá Elvari (nææææææææs) og nýju Neil Young á cd (ofursvöl plata)....Alla tónlist er reyndar alltaf gaman að fá, fékk eitt eitthvað furðuband frá Alberti vini mínum, og Beach Boys og Steely Dan-vínilplötur frá Kristni vini mínum. Á morgun: Heimsókn á vinnustofu listamanns á Selfossi og einn kaffibolli á Mokka seinnipartinn...

Engin ummæli: