Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, febrúar 22, 2011

ég veit ekki hvað er að stjórna tímanum þessa dagana en mér finnst í alvörunni að ég rétt blikki og þá sé aftur kominn miðvikudagur. já, ok reyndar er þriðjudagur í dag, en ég man mjög sterkt eftir miðvikudeginum í síðustu viku. síðan þá gerðust 100 hlutir: hitti thelmu, sótti um vinnu, hitti sunnu, hitti sif, fór á 2 bíómyndir, horfði á fullt af friends-þáttum, seldi í kolaportinu með óliver, fór nokkrum sinnum út að borða, eldaði megagóða pizzu heima, drakk mikið te, samdi eitt lag á gítarinn. sko, þegar maður mætir ekki í vinnu á sama stað á sama tíma alla virka daga þá bara gerist svo mikið og svo margt og fjölbreytt að ég finn ekki fyrir tímanum. mér finnst í alvöru eins og ég sé geimfari á fimmföldum ljóshraða eða eitthvað...
Á morgun ætla ég að reyna að gera eitthvað dull og einfalt svo ég finni aðeins fyrir tímanum. ég labba í skólann, les yfir ritgerð, tékka á pósti, les meira, fæ mér súpu í hádegi, les meira og labba svo heim. einfaldleikinn er góður.

1 ummæli:

Albert S. sagði...

like