Leita í þessu bloggi

föstudagur, mars 18, 2011

Las í fréttablaðinu að einhver Rebecca Black væri að slá í gegn með slöppu lagi sem kallast "friday". Hún er bara 13 ára og 13 milljónir manns hafa horft á myndbandið á youtube:

http://www.youtube.com/watch?v=CD2LRROpph0



Youtube er sniðugur vefur vegna svona hluta. Allir geta sett það sem þeir vilja inn og leikið sér. Eftir að hafa horft á þetta myndband (sem er í sjálfu sér ekkert alslæmt, en svona bara soldið unglingaflipp eitthvað) fór ég í smá rannsóknarvinnu og fann þetta frábæra "kover" af sama lagi:

http://www.youtube.com/watch?v=9FISHEO3gsM



Nú er hægt að dæma hvort lagið er flottara!!!

1 ummæli:

Harpa sagði...

Ég held með Bob, sama hvað...autotúnið gekk frá mér!