Leita í þessu bloggi
sunnudagur, apríl 03, 2011
fór í kassagítarspartý í eldhúsi í reykjavík, söng í marga klukkutíma og elvar spilaði á gítar. langt síðan ég hef gert svoleiðis, leið eiginlega svolítið eins og ég hefði farið í tímavél aftur um svona 15 ár eða svo. Æðislegt band vann músiktilraunir, Samaris! Gaman að því. Á næsta ári verða 30. músiktilraunirnar haldnar. Óliver var að koma af fótboltamóti sem hann tók þátt í á Laugarvatni, skoraði 3 mörk í einum leik! Amma hans gaf honum Star Trek-mynd í verðlaun. Við ætlum út að borða með honum í kvöld. Fallegt veður í Þingholtunum, heiður himinn og logn. Ég var í fótabaði í klukkutíma áðan, heitar fætur=glaðar fætur. Það þarf að þrífa þessa íbúð. Vorhreingerning verður gerð bráðlega, ef það kemur vor, þ.e.a.s.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli