Fór til Woodstock. Fékk smá gæsahúð þegar ég rölti um bæinn og það var verið að spila góða tónlist alls staðar, og fólk að spila á trommur í miðbænum (allir velkomnir að koma með sína trommu og taka þátt), og góð stemmning og gott veður, og brosandi fólk. Það var vissulega mikill túrismi þarna, og þau gera alveg út á að vera tónlistarbærinn woodstock, en hey, hversu kúl er allavega sá túrismi? Það er alveg gjörsamlega miklu skemmtilegra en "lundabúðirnar" sem finnast um alla reykjavík eins og stendur. Woodstock er kúl.
2 ummæli:
Koma þarna með Song. Mikið hippapleis. Myndi nú ekki segja að "kúl" sé orðið. Woodstock hátíðin var haldin á engi sem er alveg 69 km í burtu. Góða skemmtun! Hér er líka geðveikt veður - alveg 20°C!
Já ég á sko foreldra sem horfðu á woodstock-myndina reglulega og stimpluðu þetta inn í mig. veit af enginu sem er aðeins frá og því öllu, en þessi bær var líka viðkomustaður og "hang-out" hjá listamanna- og sósíalista-campi sem var rétt fyrir utan þennan bæ til fjölda fjölda ára. þetta er alveg "landmark" eins og jim morrison-gröfin í parís og því að taka liverpoolrúnt. En vá, 20 gráður heima, góðar fréttir!
Skrifa ummæli