Komin til Íslands, ekki samt alla leið heldur hálfa, þ.e.a.s. til Keflavíkur. Búin að sofa og fara í sund og gufu í dag. Jú, og horfa á tvo þætti af Andri á flandri, sem er nokkuð skemmtilegt bara. Þar sem ég svaf frá 9 í morgun til 4 í dag þarf ég að taka á honum stóra mínum til að sofna á eftir. Vona að það verði fyrir 3am því þá er ég góð í að vakna svona kannski um 10-leytið. Viktaði mig í sundi: Tvö og hálft kíló í plús frá ameríku, og samt borðaði ég ekkert nammi eða kjöt. Drakk hins vegar mikið af rótarbjór og alls kyns sætu gosi, já og borðaði hvítt hveiti þar sem það er stundum ómögulegt að fá nokkuð annað en pizzasneiðar eða annað jukk, þegar maður er á vegum úti. Uppgötvanir ferðarinnar: Toronto, Guave-ávöxturinn, Vihno verde (portúgalskt ferskt vín), Roberta Flack, Kanadíska ríkisútvarpið, http://www.cbc.ca/, líka frans/kanadíska stöðin Espace Musique: http://www.radio-canada.ca/espace_musique/. Enduruppgötvaði kynni mín við hina frábæru Hudson-borg og alla vini mína þar, og fór einnig allt of stutta ferð til stóra eplisins, og gisti þar í Nolita-hverfinu sem er á milli Little italy og No-ho. Ég hefði ekkert á móti því að búa á Manhattan, eða í Brooklyn, en Toronto kemur einnig mjög sterk inn sem stórborg sem er samt manneskjuleg og fjölskylduvæn. Þú finnur það sem þú vilt, en getur auðveldlega bara tjillað og gert haft það gott með fjölskyldunni. Ég er með smá Toronto-dellu núna.
Uppgötvun heimkomunnar: Hvað það er gott að fara í sund og gufu og hve ég saknaði þess mikið. Og hvað ég hlakka til að fara út að hjóla...mmm.
3 ummæli:
Hæ Heiða.
Þessi tilvitnun mun lifa, hún er snilld:
"Komin til Íslands, ekki samt alla leið heldur hálfa, þ.e.a.s. til Keflavíkur."
Takk fyrir að kítla hláturtaugarnar svona snemma morguns.
Kv,
"Thath war echert, Guthmundur minh" (lesist með amerískum hreim)
æ, þetta er ekki elvar heldur heiða.
Skrifa ummæli