Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, október 05, 2011
Nú er ég aldeilis að takast á við skemmtilegt verkefni, því ég er að kenna smá tónlist í nokkrar vikur. Ég kenndi 3 hópum af fjórðu bekkingum, (níu ára) í dag, og þau sungu með mér "Hún er alveg með'etta" með Friðriki Dór. Laaaaaaaaaaaangskemmtilegasta lagið, og þökk sé Óliver gat ég verið með það fyrst á geisladiski og við æft okkur þannig, og svo spilaði ég það á kassagítar og allir sungu með. Þetta tókst með mikilli prýði. Næst ætla ég að leyfa þeim að prufa alls kyns ásláttarhljóðfæri, það er að segja í næstu viku. Kannski kenni ég þeim eitthvað með Olgu Guðrúnu,..."Ryksugan á fullu"? Næsta þriðjudag fæ ég hins vegar 3 hópa af 6 og 7 ára börnum og ég held að það sé tilvalið að láta þau syngja "Prumpufólkið".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli