Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, nóvember 29, 2011

Í dag hef ég: Farið í jóga, farið í bakleikfimi, hitt sjúkraþjálfara, farið í nálastungu, farið í göngutúr og farið í slökun. Er á leið í sund og gufu. Á morgun á ég að: fara í sundleikfimi, fara í göngutúr, fara í sjúkranudd og fara í leirbað. Er furðulega ekki þreytt akkúrat núna, en á sunnudag og mánudag lagði ég mig á tveggja tíma fresti. Næ bara suðurland-fm og rás 1 í herberginu mínu, og fíla suðurland-fm vel. Áðan spiluðu þeir koverútgáfu af Rúdólf, með einhverri rokkgrúppu. Hver veit hvaða hljómsveit hefur koverað Þeysarana? Hveragerði er töff. Mjög rólegur bær, en alltaf skrýtið ljós út um allt eftir myrkur, út af öllum gróðurhúsunum. Á göngu minni um bæinn áðan gekk ég á hljóðið að bílskúrsbandi, sem var að spila "For whom the bell tolls" með Metallica. Frábærlega koverað, krakkar! Metnaðarfullt gítarsánd og svona. Ég lagði staðsetningu hússins á minnið og ef mér fer að leiðast mjög mikið get ég alltaf bankað upp á. Einhver í bandinu hlýtur að eiga heima þarna. Það skelfir mig miklu minna að eignast vini meðal tónlistarunglinganna í Hveragerði en meðal með-sjúklinga minna á Heilsustofnuninni í Hveragerði. Ég heiti Heiða og ég er unglingsstrákur!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góðar stundir i Hveró. Verðuru lengi þarna í innlegð?


Albert S.

Heiða sagði...

já, tvær vikur!

Nafnlaus sagði...

Eigum við að fá okkur ís í Eden í hádeginu á laugardaginn? Eða máttu ekki hitta utanaðkomandi?

Albert S.

Heiða sagði...

ha ertu á íslandi??? Ég má allt sem ég vil, og vil endilega hitta þig, en Eden er brunnið til kaldra kola. Það er þó nóg af kósí stöðum í Hveragerði sem selja alls kyns. Hringdu bara!