Leita í þessu bloggi

laugardagur, nóvember 12, 2011

Ný síða um Hellvar bætist í linka, það er það Hellvar-fanpage2. Auðvitað er Wim Van Hooste að sjá um hana og hefur teiknað gullfallega mynd af Hellvar eftir ljósmynd sem tekin var á útgáfutónleikunum okkar í haust. Þar má sjá báða bassaleikara Hellvar, hinn fráfarandi Sverri og núverandi Hauk Viðar, en þeir spiluðu meira að segja báðir á bassa í sumum lögunum á útgáfutónleikunum. Af mér er annars gott að frétta. Með harðsperrur í fingrum vegna gífurlega mikils gítarspils undanfarna daga. Hellvar tók upp órafmagnaða plötu á miðvikudag og fimmtudag og svo spiluðum við í beinni útsendingu á Rás2 á föstudag og svo á tónleikum á Paddy's á föstudagskvöld. Svaf svo sannarlega til hádegis í dag og fyrirhuguð er hjólaferð með viðkomu í ráðhúsi reykjavíkur og í sundi og gufu, og svo meira gítarspilerí og gleði eftir það.

1 ummæli:

Wim Van Hooste sagði...

Like your comments. Looking forward to have my 41st Anniversary. U 2?