Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, maí 30, 2012

Ég hef nú ekki sitið flötum beinum frekar en venjulega þótt bloggið hafi verið í lágmarki. Loks virðist hitastigið vera að ná sér eitthvað á strik og ég því búin að hjóla eitthvað daglega í viku eða svo. Hjólið mitt fór í yfirhalningu og er nú í toppástandi. Ég reddaði miða á Bryan Ferry á mánudag (vá hvað það var óóóóóóóóóóóóóóóóóótrúlega gott gigg), ég er búin að mæta í ræktina og í sund og gufu nokkrum sinnum. Vinir koma í heimsókn, við förum í heimsókn til þeirra. Ætla að fara á sýningu í Hveragerði á morgun í listasafni árnesinga og skella mér e.t.v. í sund og gufu þar. Fór á langa bítlaæfingu á mánudag sem var haldin úti í porti, sat í sólinni í 3 tíma og varð brún í framan. óliver leikur sér úti frá morgni til kvölds, ég þurfti að tæla hann inn með hamborgara klukkan átta í gærkvöld. við eigum eftir að sjá Men in Black 3, en við förum örugglega á föstudag, eða kannski annað kvöld ef við getum ekki beðið. ætla að skella mér í hot yoga núna í hádeginu, og hér er uppáhaldslagið mitt af sólóferli bryan ferry:

Engin ummæli: