Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, júlí 05, 2012
Fékk mér tvöfaldan soja-latté á Kaffifélaginu á skólavörðustíg í morgun, og ég held það hafi gefið mér aukakraft sem aldregi fyrr.Eins og heimasíðan þeirra segir er þetta "minnsti kaffibar á landinu og þótt víðar væri leitað" og það er svolítið gaman. Þú kemur, drekkur koffínið þitt (þú þarna skoffínið þitt!) og svo ferðu eitthvert annað. Í mínu tilviki á annað kaffihús sem er með tölvusamband, svo ég geti hangið á netinu og unnið. Eymundson, Skólavörðustíg er best í því tilviki því það eru stórir gluggar, hratt net, og alls kyns yndislegir drykkir (ég fékk mér íste, því ég var með nægt koffín í mér). Svo er mikið af börnum og útlendingum og engin tónlist. Kjöraðstæður til skrifta, semsagt. Mikið er Reykjavík falleg í dag, og ég er ekki með hita, held ég. Ef ég er með hita er hann lægri en undanfarna daga, og ég er líka byrjuð á sýklalyfjameðferð nr.2, eftir að uppgötvaðist að ég er með bronnkítis. Bronnkítis, bronnkotans, bronnfull!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli