Leita í þessu bloggi

föstudagur, nóvember 23, 2012

ég breytti blogginu, var búin að fá leið á hinu útlitinu. fann kasettutækismynd, og er einmitt að fara að raða kasettunum mínum og klára að raða vínilplötunum. held ég geri það í fyrramálið og geri svo ritgerð það sem eftir er dags/kvölds. í kvöld ætla ég að vera heima og horfa á mynd með óliver. hann kom með fimm myndir til að velja úr og ég valdi rush hour 3, með jackie chan og chris tucker. kannski verður farið í kolaportið á morgun, og kannski keyptur ís líka, hver veit? í kvöld eru það rólegheit. það væri nú gaman ef fleirri heimsæktu okkur í eskihlíð 33a, því við erum soldið einmanna hér í "úthverfinu". það er nú ekki nema korters-labb úr miðbænum, en samt er þetta auðvitað ekki eins miðsvæðis og bergstaðastræti. við þurfum samt að fá fleirra fólk í heimsókn. kaffi alltaf til hér, og margar vínilplötur í hillunum. svo er óliver hressastur í heimi og elvar kann nokkur töfrabrögð sem hann getur sýnt ef hann er spurður fallega....bæ, heiða

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá færslu hér á nýjan leik. Þetta er flottur
bakgrunnur. Við komum mjög
líklega í innlit síðdegis
í dag- með einhvern brúklegan og ætilegan varning.
KEF-lið / E+I

Heiða sagði...

vei!

Heiða sagði...

vei!