Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, desember 13, 2012

prófin búin, þeim lauk í gær...

...sem þýðir bara eitt: Ég er komin í jólafrí! Í tilefni af því leigði ég "Jingle all the way" með Arnold Schwarzenegger fyrir mig og Óliver í gær, og rosalega er hún leiðinleg maður...Aaaa, hvað það er mikið af vitlausu fólki í bíómyndum. Það er svo merkilegt að handritshöfundar haldi í alvörunni að vernjulegt fólk samsami sig með vitleysingum sem taka alltaf rangar ákvarðanir og klúðri. Ef það er eitthvað sem ég á sérstaklega erfitt með, þá eru það bíómyndir og/eða þættir sem ganga út á að fólk klúðri af því það er svo vitlaust eitthvað. Klown er og verður leiðinlegasta sjónvarpsefni sem ég hef augum litið, og það er víst mjög óalgeng skoðun hérlendis. Frekar myndi ég vilja horfa á tíu ára gamlar veðurfregnir en að vera neydd til að horfa á Klown-þátt aftur. Það er þá allavega einhver heilbrigð skynsemi í veðrinu. Prófin gengu svona la,la. Held mér hafi gengið betur á heildina en á fyrstu önninni minni í heimspeki (en þá fékk ég 4 einkunnir: 5, 6, 6, og 6,5 en það var árið 1994 og ég nýflutt í Reykjavík og farin að leigja íbúð á Fjólugötu. Einnig var mikið af námsefni á ensku með hinu mjög sérhæfða heimspeki-lingói, og ég var bara ekki að ná því nógu hratt. Leiðin lá þó hratt uppávið í einkunnum í heimspeki, því maður verður bara betri í hlutunum ef maður heldur áfram að gera þá, ekki satt? Ég gæti mjög auðveldlega verið með 5, 5,5 eða 6 í hlustunarprófinu, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég giskaði á fullt, en hei, ég hef afsökun. Þetta var á japönsku!!! Ritunin var rosalega erfið og ég notaði allan próftímann, (3 klst) og fór út síðust og lauk síðustu setningunni þegar yfirsetarinn stóð upp og sagði "jæja". Þarna þurfti að skrifa 2 "ritgerðir", lágmark 7 setningar hvor, og svo bara böns böns böns í viðbót. Málnotkunin var í gær og það var bara notkun á málinu eins og nafnið bendir til, en gengið út frá því að æfa einhver ákveðin málfræðiatriði. Ég átti t.d. að setja sagnir úr nútíð í þátíð, beyja lýsingarorð rétt, setja inn réttar forsetningar. Í heldina er ég nokkuð örugg með að vera ekki fallin þarna. Væri ekki hissa þótt ég fengi 6 en gæti samt hafa slefað í 7. Ritunin var held ég betri, svo ég ætla að segja að þar sé ég örugglega með 7 og kannski hærra (vonandi). Svo skilaði ég 2 ritgerðum, einni í japönskum kvikmyndum og einni í japanskri menningu og þjóðfélagi. Skrifaði um Kurosawa og Murakami. Basic. Ég kann að skrifa ritgerðir. Elska báða þessa kalla sem ég valdi að skrifa um. Þetta var bara skemmtun fyrir mér. En prófin....úffffffff. Svo gleymdi ég að taka eitthvað að drekka í fyrra prófinu, og þegar ég stóð upp eftir 3 tíma svimaði mig og ég var með hausverk: Dehydrated! það hefur ekki komið fyrir mig lengi... Í öðrum fréttum: Óliver er búinn að vera lasinn í viku, fór ekkert í skólann þessa viku, ætlum að sjá hvort hann kemst á morgun, en í sannleika sagt efa ég það. Hann er enn fullur af kvefi og hóstandi á 4 sekúndna fresti. Liggur og les Andrés og horfir á myndir til skiptis. Læknirinn gaf honum sterapillur í gær og hann tók skammtinn (12 stk.) áðan. Þetta verður eitthvað... .:

4 ummæli:

Heiða sagði...

hlustun: 7,5, ritun 7,5 málnotkun: 6 (enda djöfullega erfitt fyrir mig). Ég er því á svipuðum slóðum og ég giskaði, nema ívið hærri í hlustuninni, sem er æði. nú bíð ég eftir einkunnum úr tveimur ritgerðum...

spritti sagði...

Til hamingju með það að vera búin í prófum :D

Heiða sagði...

takk, önnur ritgerðareinkunn komin, fékk 8,5 í þeim áfanga /japönsk menning og þjóðfélag.

Heiða sagði...

jeijj, var að tékka, síðasta einkunnin komin og það var nía!