Leita í þessu bloggi

laugardagur, janúar 19, 2013

ná í sólina...

Það er bjart, það er blautt, það er logn. Lítur út fyrir að verða ágætis hjólaveður. Ég vaknaði seint, fór að sofa snemma, og er því dösuð og þreytt en útsofin. Vantar að borða en er ekki svo svöng. Vantar að læra en langar í félagsskap. Vantar að spila á gítar og syngja. Vantar að lesa bók en nenni því ekki alveg samt. Langar í te en samt líka svolítið í kaffi á sama tíma. Langar í gufu og heitan pott og sund. Langar að vera búin með heimaverkefni mánudagsins, en tími ekki líðandi stundu í þau, því þá get ég ekki verið að synda, hjóla, vera í félagsskap, lesa bók, drekka te eða kaffi, sitja í gufubaði og heitum potti. Og þar braust sólin út úr skyjunum. Hún er að segja mér að hjóla núna. Grípa bara með mér banana og gulrót og drekka eitt glas af appelsínusafa og gleypa lýsispillur. En hjóla út núna. Núna. Ekki seinna í dag. Nota sólina. Hún kemur of sjaldan í heimsókn. Sko, nú skaust hún á bakvið ský aftur. Er byrjuð að reima á mig útiskónna. Ætla að ná henni er hún kíkir aftur undan skýji. Skítt með heimaverkefni. Þau eru í bakpoka á baki mínu, verða gerð eftir hentugleikum, jafnvel eftir að sólin hefur lagt sig á eftir. Það verður að ná í sólina.

1 ummæli:

spritti sagði...

Farðu nú varlega á helvítis svellinu.